Kleifarvatn, 25 apríl 2014

Það var komið að því að viðra veiðistangirnar við fórum að Kleifarvatni eftir vinnu og vorum komin þangað að verða sex. Veðrið var fínt smá vindur en maður fann að lofthitinn var ekki mikill enda snjór í fjöllum, við komum okkur fyrir á Lambhaga og nú átti að taka fisk byrja veiðina með stæl.

IMG_8537

Nei ekki aldeilis flugustangir, kaststangir allt var prófað og við urðum ekki vör og eftir því sem leið á kvöldið þá varð vatnið upp við land alveg spegilslétt, en það var enga hreyfingu að sjá, það voru 2-3 veiðimenn á stjái og ekki að sjá að þeir væru að taka neitt heldur við fórum heim að verða níu sátt en fisklaus.

 

IMG_8540

En hvað um það fyrsta ferðin orðina að veruleika og fiðringurinn sem er búinn að vera í tánum fékk smá útrás og auðvitað hefði verið gaman að fara heim með einn fisk eða svo en það verður ekki á allt kosið, veðrið var gott umhverfið fallegt hvað er hægt að hafa það betra og það er nú bara apríl ennþá og ekki öll von úti enn.

IMG_8546

Langavatn,Borgarbyggð, Hlíðarvatn í Hnappadal með viðkomu í Hítarvatni 14.júní-16.júní 2013

IMG_3398

14. júní lögðum við af stað í Hlíðarvatn í Hnappadal og ætluðum að eyða helginni þar en þegar við komum í Borgarnes ákváðum við að fara að Langavatni þrátt fyrir að það ætti ekki að opna það fyrr en daginn eftir. Vegurinn inn að Langavatni var ný heflaður og mjög góður og það mátti sjá að mikið vatn var í ánni sem þýddi að það væri örugglega mikið í vatninu og það reyndist líka vera þannig þegar við komum að vatninu. Það var bjart og hlýtt en töluverður vindur að sunnan en við komum okkur fyrir með vagninn og skoðuðum okkur um og tókum því rólega. Seinna komu tveir með tjaldvagn og komu sér fyrir rétt hjá okkur á balanum, eftir kvöldmat tókum við ákvörðun um að það væri svo stutt í opnum að við ætluðum að prófa aðeins að veiða vindurinn var aðeins minni og við klæddum okkur og fórum út í vatn. Það var að sjá að einhverjir höfðu byrjað á undan okkur því að við fundum krukku með maisbaunum og það var auðséð að hún var ekki frá því í fyrra en það var nú ekki mikið líf þar sem við vorum en svo tók frúin einn og ég einn sem ég sleppti því að það var Murta við vorum að í klukkutíma eða svo og urðum ekki meira vör nema við murtur en það virðist vera mikið af þeim þarna sem við vorum við balann undir hlíðinni. Rétt um miðnættið tók ég væna bleikju og sleppti nokkrum murtum en þá var komin mikil þoka frá hafinu og hún var köld.

IMG_3404

Að morni 15. júní var komið besta veður og það var hægt að sjá vökur á stöku stað og það var auðséð að þetta voru ekki stórir fiskar þar á ferð nema mjög langt úti á vatni þá mátti sjá spoðaköst og það var auðséð að þar voru stærri fiskar. Við reyndum fyrir okkur með flugustangirnar eitthvað fram að hádegi og urðum ekki vör nema við murtur, þá heyrðum við í þeim sem tjölduðu við hliðina á okkur og þeir höfðu veitt til 2 um nóttina og tekið 12 stykki á makríl og buðust til að gefa okkur beitu en frúin afþakkaði og benti á að það væri stranglega bannað að veiða á makríl þarna. Við fórum að taka saman og ákváðum að halda sem leið lá í Hnappadalinn með 2 bleikjur með okkur það er alltaf jafn fallegt í góðu veðri á Langavatni en leitt hvað það er mikið að murtu þar nú orðið þetta var ekki svona þegar við komum þar fyrst.

IMG_7037

Klukkan var að ganga þrjú þegar við komum að hlíðarvatni og það var mjög mikið vatn í því og það var bjart en mikill vindur að norðaustan og við komum okkur fyrir og fórum svo á stjá út á Tótutanga en urðum ekki vör enda var frekar mikið rok ennþá. Við tókum síestu og spiluðum og vonuðum að það mundi lægja en það bar ekkert á því og um tíuleytið um kvöldið ákváðum við að fara í smá göngutúr fyrir svefninn með stangirnar og þá tók ég einn á maðk en frúin engann. Næsta morgun hafði lægt og það var mjög fallegt veður og við fórum aftur á stjá með stangirnar og frúin reyndi maðk en ég var með flugustöngina en við urðum ekki vör það er engu líkara en að vatnið sé tómt, við höfum í gegnum tíðina veitt mjög vel í þessu vatni en það verður örugglega bið á því að við komum þangað aftur úr því að það er svona dauft þarna. En það er samt mjög gott að vera þarna í víkinni og alltf jafn notarlegt að koma þangað.

IMG_7055

Það var mikið af sandi í þessari einu bleikju sem kom á land við ræddum við bóndann á bakaleiðinni en við fórum af stað um tvöleitið í bongóblíðu, bóndinn vildi meina að þetta væri út af því að það er búið að vera svo lítið vatn undanfarin ár að gróðurinn í vatninu hafi drepist á stóru svæði en hvað veit maður. Við ákváðum að koma við á Hítarvatni á bakaleiðinni og jafnvel veiða þar fram á kvöld ef þannig lægi á okkur. Þegar við komum að Hítarvatni en við fórum ekki stíflumeginn þá sagði bóndinn að það væri fjölmenni og það var alveg rétt hjá honum því að þetta var eins og á míni útihátíð en samt var eitthvað að fólki farið þann dag var okkur sagt. Það var fólk að veiða á öllum töngum og tám og við ákváðum að fá okkur kaffi og halda svo heim á leið og láta Hítarvatnið bíða til betri tíma. En þetta var ágætis skoðunarferð í vötnin þessa þjóðhátíðarhelgi.

IMG_7088

Fyrsta veiðiferð sumarsins 2013/ Hraunsfjörður 1-2 júní

Já það kom að því að farið var í fyrstu veiðiferð sumarsins og ferðinni var heitið í Hraunsfjörðinn veðurspáin var ekki alveg sú besta en við tókum ákvörðun um að drífa okkur á laugardagsmorgunn og hætta bara að skoða veðurspánna og taka áhættuna með veðirð.

IMG_6836

Við komum í Hraunsfjörðinn kl. 10 og það ringdi eins og hellt væri úr fötu við biðum smá stund en svo var vagninum skellt upp og stuttu seinna mætti restin af veiðifélaginu.  Við reyndum ekki að veiða fyrr en um tvöleitið þá hafði aðeins lægt og minnkað rigningin ekki urðum við vör. Við fórum yfir ánna og reyndum undir hlíðinni en ég varð ekki var heldur þar.

IMG_6841

Það er ennþá töluverður snjór í fjöllunum og vatnið kalt en það er alltaf jafn fallegt í Hraunsfirðinum. Við vöknuðum snemma í morgun og fengum okkur göngutúr upp í fjall og þegar þangað var komið sáum við mjög vel yfir enda bjart veður í morgun og þurrt en hitastigið ekki hátt. Við tökum okkur saman um hádegi og ákváðum að kíkja hraunsmegin og gerðum það þar voru nokkrir fyrir en við urðum ekki vör. Þetta var fín æfingarferð og það gengur betur næst.


IMG_6866

Langavatn, Borgarbyggð 24. – 26. ágúst 2012

Enn var haldið af stað í veiði eftir stutt stopp heima og nú var förinni heitið að Langavatni en þetta var þriðja ferðin okkar þangað í sumar.

Komum þangað seinipartinn og það kom okkur á óvart hversu mikið hafði hækkað í vatninu síðan við vorum þar síðast og það var auðséð á veginum að það hafði rigt hressilega dagana á undan þarna. Við komum vagninum fyrir á bala viður við vatn en þar voru tjöld fyrir og í þeim þjóðverjar sem voru með veiðikortið og voru búnir að veiða víða um land við áttum von á grafarvogsgenginu og þau mættu seint um kvöldið við reyndum fyrir okkur þarna rétt fyrir neðan vagn og urðum lítið vör það var rétt í ljósaskiptunum sem þeir fóru aðeins að narta í maðkinn en vildu ekki taka. Þegar við vorum búin að koma okkur í háttinn heyrðum við líka þessar drunur og við fórum öll út að athuga hvað væri í gangi og sáum í myrkrinu hvar þyrla var lent inn á Beilárvöllum og síðan tók hún sig aftur á loft og sveimaði lengi þarna fyrir ofan okkur og við vitum ekki enn hvað hún var að gera þarna …mjög dularfullt.

Laugardagurinn rann upp og við reyndum áfram fyrir okkur þarna í næsta nágrenni við okkar svefnstað en Grafarvogsgengið fór af stað og þau ætluðu að reyna að komast inn í botn. Áfram var veiðin dræm en það komu þrjár bleikjur á land og tvær voru sæmilegar en fiskurinn hélt sig á miklu dýpi og það þurfti að henda ansi langt út til að ná honum en  murturnar voru duglegar að taka en þeim var gefið líf.

Á sunnudaginn kom enginn fiskur á land en veðrið var alveg frábært 20stiga hiti og sól og frúin notaði tækifærið og tíndi slatta af berjum en það er mjög gott berjaland við Langavatn enda mikil umferð af bílum í berjamó þessa helgi.

Hítarvatn á Mýrum 21. – 23. ágúst 2012

 

Okkar allra fyrsta ferð að Hítarvatni var farin mánudaginn 21.8 og það voru ekki margir á ferðinni en fórum hægra megin að vatninu og þar var einn bíll þegar við komum en þau voru í dagsferð og það vildi svo skemmtilega til að þetta var gamall nágranni og hans fjölskylda. Við komum vagninum  fyrir niður við vatn og veðrið var mjög gott og við fórum strax að kanna umhverfið löbbuðum inn með vatninu vinstra megin í átt að aðfallinu en það var aðeins byrjað að blása en við létum það ekki stoppa okkur við tókum tvo urriða í lítilli vík þarna og reyndum síðan rétt fyrir neðan þar sem við vorum með vagninn en það var ekkert líf þarna í ljósaskiptum og fannst okkur það mjög skrítið.

Næsta dag ákváðum við  að ganga inn með hrauninu og reyna fyrir okkur þar það verður að segjast eins og er að það er ekki auðvelt að ganga þar. Vatnið var mjög stillt og veðrið gott en enginn fiskur gerði vart við sig. Eftir hádegið ákváðum við að fara aftur í átt að aðfallinu og fórum lengra en daginn áður og þar urðum við vör tókum nokkra bæði á flugu og maðk og áþegar við fórum til baka tók frúin einn á tanga sem þarna er. Eftir kvöldmat fórum við aftur á sama stað og um daginn og fengum aftur fisk þar.

Á miðvikudeginum þegar við vöknuðum var vatnið mjög stillt en það var sól og við sáum þá ekki vaka mikið en ákváðum að ganga aftur inn með vatninu en þá urðum við ekkert vör nema við veiðimenn en þeim hafði fjölgað frá því að við komum fyrst. Við ákváðum að láta gott heita og halda heim á leið um miðjan dag.

Hítarvatn er ótrúlega fallegur staður og við fórum þaðan með 11 fiska allt Urriða og við eigum alveg örugglega eftir að koma þangað aftur, en við vorum að ræða það hvað að þrátt fyrir stillu hvað við sáum lítið af vökum og eins fannst okkur skrítið hvað hann var tregur að taka í ljósaskiptunum.

Hlíðarvatn í Hnappadal 2. – 5. ágúst 2012

Komum í Hlíðarvatn seinnipartinn  í blíðskaparveðri og enn hafði minnkað í vatninu við komum okkur fyrir og fórum svo að veiða og fengum nokkra fiska. Á föstudeginum var mjög gott veður og við tókum því rólega en fórum síðan af stað og reyndum fyrir okkur á ýmsum stöðum og tókum nokkra fiska,  síðan hafði restin af veiðifélaginu samband til að athuga með veður og veiði og tilkynntu komu sína  seinnipartinn. Um miðjan daginn höfum við alltaf fengið fisk á sama staðnum en við urðum ekki vör þar núna en það var út af því að við urðum að vaða svo langt út vegna þess hversu lítið var í vatninu en það var hægt að vaða næstum því út í mitt vatn.

Um kvöldið var góð veiði í ljósaskiptunum og veiðifélagarnir mættu á staðinn að ganga ellefu og þá hættum við því að það var farið að skyggja svo mikið en frúin var ekki alveg til í það og vildi halda áfram þrátt fyrir myrkur því að hún var í miklu stuði að taka fisk.

Laugardagurinn var drjúgur hjá okkur bæði á flugu og maðk en við fengum aðallega Urriða en einhverjar bleikjur en þær voru tregar að taka. Kvöldið var fallegt og mun bjartara heldur en kvöldið áður en veiðin frekar róleg en það er alveg ótrúlegt hvað það skiptir oft um vindátt við þetta vatn fyrst lygnir og síðan snýr hann sér.

Við fórum heim á sunnudeginum með 46 fiska og vorum ánægð með ferðina.

Skagaheiði 25 – 28 júlí 2012

Jæja loksins erum við komin í sumarfrí og það var ákveðið að hafa samband við þann sem sér um að bóka í vötnin á skagaheiði sem eru inn á veiðkortinu og við bókuðum frá miðvikudegi til föstudags og ákváðum að taka fellihýsið með okkur vissum voða lítið hvað við vorum að fara út í enda ekki komið að þessum vötnum fyrr en mjög spennt að prófa.

Það var  ákveðið að fara af stað á þriðjudeginum og dóla okkur og gista einhversstaðar á leiðinni svo að við þyrftum ekki að keyra í einum spreng, lagt var  af stað um þrjú héðan úr mosó og þegar við vorum að koma að Staðarskála byrjaði bílinn að hegða sér undarlega og missa kraft við renndum heim að Reykjaskóla og höfðum samband við FÍB til að athuga með verkstæði í nágrenninu við fengum gefið upp nafn og síma hjá manni á Hvammstanga en hann sagðist ekki hafa réttu græjurnar fyrir þennan bíl og ef hann þyrfti að panta eitthvað í hann tæki það að minnsta kosti einn dag þannig að við snérum við heim á leið aftur svekkt og súr. Við dóluðum okkur rólega og höfðum það á endanum en þá voru ferðafélagarnir að leggja af stað úr bænum.

Við vöknuðum í algjörri óvissu hvort nokkuð yrði  af þessari ferð okkar en það var ákveðið strax kl 8 um morgunninn  að fara og tala við þá hjá KG viðgerðir, Flugumýri 16 c, mosó en þeir voru að klára það sem var inni hjá þeim og voru sjálfir að fara í sumarfrí þennan dag, en viðmótið og þjónustan hjá þessum mönnum var alveg frábær kl. hálf tvö var búið að fá varahluti senda að austan frá Selfossi og gera við bílinn og erum við þeim óendanlega þakklát þannig að við hentum dótinu aftur í bílinn og brunuðum aftur norður og vorum komin á Skagaheiði um hálfátta það kvöld.

Þá voru ferðafélagarnir búnir að koma sér fyrir og kíkja í kringum sig en það var þokkalegasta veður og við komum okkur fyrir beint fyrir framan kamarinn 🙂 og græjuðum okkur af stað í veiði og byrjuðu á því að fara að Fossvatni og urðum ekkert vör færðum okkur yfir í Ölversvatn og reyndum fyrir okkur í einni af víkinni þar og það kom einn vænn urrriði á land og annar slapp það kvöldið við ákváðum að fara ekki seint að sofa og vakna frekar snemma í blíðunni ( samkvæmt veðurspánni ) næsta dag. En það fór nú ekki svo því að daginn eftir var ansi hvasst en við lögðum ótrauð af stað og byrjuðum í Ölversvatni og reyndum hér og þar og þegar við komum aftur að sömu víkinni og kvöldið áður sáum við sporðaköstin en þeir vildu ekki taka sama hvað við buðum þeim þannig að við komum heim fisklaus og fengum okkur bita eftir matinn fórum við aftur að Fossvatni og gengum upp með Eiðsá en Kristján hafði fengið einn gullfallegan þriggja punda þar svo að við máttum til að reyna líka en þetta var alveg ný reynsla fyrir okkur bæði því að við höfum aldrei prófað í á eða læk áður og þetta var mjög skemmtilegt og við tókum um tuttugu smá titti sem við slepptum en hirtum einn og það var mikið líf og fjör þarna bæði á okkur og fiskunum við gengum upp ánna að Ölversvatni og fórum síðan heim í vagn til að borða og hvíla.

Um kvöldið löbbuðum við í nýja átt og það var mikið líf þar og við tókum bæði fisk og fórum sátt heim á leið en það var komin þoka og gott að koma sér í skjól en frúin hafði á orði að það yrði örugglega bongóblíða daginn eftir og þóttist vita það vegna þess að þokan væri svona þétt 🙂 Og vit menn við vöknuðum í þessari líka blíðu og vötnin voru spegilslétt og aftur var arkað af stað á sama stað og kvöldið áður og síðan lengra inn með vatninu og þar fengust tvær feitar og fínar bleikjur og ein slapp og frúin missti einn urriða og tók einn og eina bleikju og það var mjög heitt og fiskurinn allstaðar að vaka og mjög skemmtilegt að sjá svona mikið líf út um allt.  Við röltum til baka til að næara okkur og hvíla en stoppuðum stutt og fórum aftur að fossvatni og þar var einn vænn urriði tekinn. eftir kvöldmat var enn haldið af stað og gengið inn með ölversvatni en það var ekkert líf að sjá enda hafði kólnað aftur en það var alveg einstaklega fallegt þarna  og fjöllin alveg fjólublá og bleik þegar við vorum að gera okkur klár í svefninn.

Næsta dag var látið eftir sér að sofa út enda aftur orið hvasst en mjög heitt og komin sunnanátt við reyndum fyrir okkur bæði í Fossvatni og Ölversvatni og það kom einn urriði á land og vötnin orðin mjög gruggug og fólkinu farið að fjölga og við oðin sátt og fórum að taka okkur saman og fórum í bæinn um kaffileitið með þrjár bleikjur og níu urriða og alveg sátt og eigum örugglega eftir að koma þarna aftur þótt vegurinn inn að vatni sé frekar erfiður yfirferðar.

Hlíðarvatn í Hnappadal 5-7 júlí 2012

Við fórum af stað  í Hlíðarvatn seinnipartinn á föstudegi og veðrið var mjög gott en það hafði minnkað mikið í vatninu frá því að við fórum fyrst í júní og það munaði töluvert miklu, en þegar við höfðum komið okkur fyrir þá var stefnan tekinn í vatnið og farið á sína föstu staði það komu nokkrir fiskar á land það kvöldið bæði á flugu og maðk. við tókum daginn snemma á laugardeginum og gengum inn með vatni sem var til þess að gera stillt en það var komin sunnan átt og við urðum ekki mikið vör við fórum til baka til að næra okkur og hvíla en síðan var aftur farið af stað og enn  urðum við lítið vör en síðan gerði smá skot og við lönduðum nokkrum fiskum og vorum vel fram yfir miðnætti því  veðrið var svo  gott en fiskarnir greinilega farnir að sofa þannig að við tókum líka á okkur náðir sæl með daginn.

Við tókum saman á sunnudeginum eftir að hafa aðeins rennt fyrir fisk og fórum frekar snemma heim með 19 urriða og eina bleikju þetta var góð og róleg ferð hjá okkur.

Langavatn, Borgarbyggð 22- 23 júní 2012

Við hjónaleysin fórum aftur í Langavatn því að þar er auðveld aðkoma fyrir þá sem eru fótafúnir eða öklabrotnir eins og frúin. Við komum seint á föstudegi í bongóblíðu og komum okkur fyrir á balanum fyrir framan hólmann en þar voru tveir að veiða þegar við mættum og annar var með hækju maður lætur nú ekki smá beinbrot stoppa sig í veiði:)

Við drifum okkur út í vatn í blíðunni og vorum fram eftir kvöldi og tókum nokkra fiska flestir sæmilegir en það var mikið af smælki ( murtu ) þarna á ferðinni. þegar við vöknuðum þá var ennþá sama blíðan steikjandi sól og hiti og fiskurinn var nú ekki mikið að sína sig þá en þeir sömu sem voru að veiða þegar við komum voru mættir aftur og með fjölskylduna með sér, við prófuðum nokkra staði við vatnið og ákváðum síðan að keyra heim seint um kvöldið og það var Fögur er fjallasýnineinstaklega fallegt kvöld og við búin að taka 10 fiska frá tveggja punda og niður úr og það var jafn gaman að koma aftur  að Langavatni enda einstaklega fallegt þarna.

Langavatn í Borgarbyggð 15.-17.júní 2012

Föstudaginn 15. júní var Langavatn opnað og auðvitað vorum við mætt þar en að þessu sinni fór heimasætan hún Helga Dögg með okkur því að nú ætlaði hún sko að fá fisk, við komum í góðu veðri seinnipartinn á föstudaginn og þegar búið var að slá upp fellihýsinu og koma sér sæmilega fyrir þá var farið í vatnið. Helga og frúin prófuðu maðk en ekkert gekk og þá var tekin fram flugustöngin og Helga fékk flugu á kaststöngina, við tókum öll fisk og það voru vænar bleikjur en sú stærsta 1,5 pund og það var jónfrúarfiskur Helgu Daggar og var hún mjög svo stolt af honum og hafði á orði að þetta ætlaði hún sko að gera aftur. Eftir kvöldmat var haldið áfram og var vatnið mjög gjöfult en það voru nokkrar litlar bleikjur  sem fengu líf en heildar aflinn voru 5 bleikjur þann daginn. Laugardagurinn var fallegur og bjartur og við vöknuðum við álftakvak en það var glæsilegt álftapar á ferð beint undan vögnunum, aftur var farið að munda stangir en ekki urðum við mikið vör nema við smá fiska sem fengu líf en síðan var skellt á eina afmælisköku því að undirritaður átti afmæli þennan dag og ekki hægt að hugsa sér betri félagsskap og umhverfi til að halda uppá hann.  Um kvöldið var frúin að reyna fluguna en þá var orðið ansi hvasst og varð hún að hætta eftir að hafa flækt fluguna á ýmsa staði, en hún tók þá fram kaststöngina og reyndi fyrir sér með maðk og var hann vel þeginn og vel nagaður af og einstaka smáfiskur beit á, en síðan bað hún bóndann að henda út fyrir sig og viti menn kom ekki þessi væna bleikja á land og var það sá síðasti þetta kvöld en það var orðið ansi kalt og vorum við ekki lengi frameftir. Það var gott veður á sunndagsmorgun og aftur mættu álftirnar til að vekja þau okkar sem enn sváfum en einn úr hópnum hafð farið snemma af stað til að nýta morgun kyrrðina og hann var ansi langur göngutúrinn sem hann tók en ekki tók fiskurinn sama hvað hann bauð og þannig var það hjá okkur flestum þennan dag, þegar við svo ákváðum að fara taka okkur saman þá gerði líka þessa úrhellisrigningu sem svo endaði með hagléli en heim fórum við sátt og sæl og það er alltaf jafn gaman að koma að Langavatni og þangað eigum við örugglega eftir að koma aftur í sumar og það er alltaf jafn gaman að fara með ónefnda veiðfélaginu að veiða, reyndar kom heimasætan með tillögu að nafni á félagið og bauðst hún til að hanna lógó fyrir það en tillagan var “ Hið ónefnda íslenska veiðifélag “